Viðskipti innlent

Baugur og Formúlan

Williams Formúla 1 F1 formúlubíll kappakstur Peningaskápurinn útklippt
Williams Formúla 1 F1 formúlubíll kappakstur Peningaskápurinn útklippt
Baugur kveðst ekki hafa keypt þriðjungshlut í liði Williams í Formúlu 1 kappakstrinum líkt og látið er að liggja á vef International Herald Tribune í gær. Orðrómurinn um aðkomu Baugs hefur hins vegar verið lífseigur, en flugufregnir í þessa veru hafa áður komið fram í erlendum miðlum.

Ekki er ólíklegt að þarna ýti undir styrktarsamningur leikfangakeðjunnar Hamleys við Williams, en Baugur á Hamleys að fullu. Svo er náttúrulega önnur tenging formúluliðsins við Ísland því vinskapur er á milli Sir Frank Williams, eiganda liðsins, og Seltirningsins Sverris Þóroddssonar fyrrum formúluökuþórs. Sverrir hefur enda verið tíður gestur í útsendingum frá keppnum Formúlunnar í Sjónvarpinu. Norræn tæknihjálp

OMX hefur samið um að verða kauphöllinni í Mumbai á Indlandi (sem raunar heitir enn Bombay Stock Exchange, eða BSE, þrátt fyrir að nafni borgarinnar hafi verið breytt) úti um kerfi til að sjá um verðbréfamiðlun og uppgjör. Með þessu á samkvæmt tilkynningu að efla viðskipti kauphallarinnar indversku með bæði afleiður og verðbréf.

Norrænu kauphallarmennirnir ættu kannski að bjóða Indverjunum tæknihjálp á fleiri sviðum. Internet Explorer kvartar nefnilega sáran undan síðunni og kveðst ekki ráða við að hlaða Java-umhverfi hennar, auk þess sem fleiri villuboð birtast. En kannski er ekki vefnum um að kenna. Opera- og Firefox-vafrarnir opna hana eins og ekkert sé.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×