Fótbolti

Advocaat: Ég sá ekki atvikið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dick Advocaat reynir að ræða málin við Kristinn Jakobsson.
Dick Advocaat reynir að ræða málin við Kristinn Jakobsson. Nordic Photos / AFP

Hollenski þjálfarinn Dick Advocaat var ekki ánægður með vítaspyrnudóm Kristins Jakobssonar í leik Everton og Zenit St. Pétursborg í kvöld.

Kristinn dæmdi víti og rak leikmann Zenit, Nicolas Lombaerts, af velli fyrir að handleika knöttinn innan vítateigs. Mikel Arteta brenndi af vítinu.

Advocaat las Kristni pistilinn í hálfleik en í viðtölum eftir leik viðurkenndi hann að hann sá ekki umrætt atvik.

„Ég sá það ekki en dómarinn var mjög fljótur að taka sína ákvörðun - en það átti við allar ákvarðanir hans í kvöld," sagði Advocaat.

Hann sagði að sínir menn hefðu fengið þrjú dauðafæri í leiknum og þau hefðu sínir menn átt að nýta.

„Það er ekki um annað að ræða þegar við vorum búnir að missa einn mann út af velli því það þurfti ekki meira en eitt færi hjá Everton til að skora markið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×