Fótbolti

Kristinn komst vel frá sínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dick Advocaat, stjóri Zenit, var allt annað en ánægður með Kristinn í hálfleik.
Dick Advocaat, stjóri Zenit, var allt annað en ánægður með Kristinn í hálfleik. Nordic Photos / AFP

Kristinn Jakobsson dæmdi leik Everton og Zenit St. Pétursborgar í kvöld og komst vel frá sínu. Everton vann leikinn, 1-0, með marki Tim Cahill.

Kristinn dæmdi vel í leiknum en gerði reyndar slæm mistök er hann dæmdi vítaspyrnu á lið Zenit og rak einn leikmann liðsins út af. Hann dæmdi Nicolas Lombaerts brotlegan þar sem hann taldi að hann hafi handleikið knöttinn en sjónvarpsendursýningar sýndu að það var ekki rétt.

Mikel Arteta brenndi af vítinu en Zenit lék einum leikmanni færri það sem eftir lifði leiksins.

Rússarnir fengu reynda tvö góð tækifæri í upphafi síðari hálfleiks til að komast yfir en það var ekki fyrr en á 85. mínútu sem Cahill skoraði markið af stuttu færi eftir klafs í teignum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×