Körfubolti

Watson fór hamförum í stórsigri Keflavíkur

TaKesha Watson var óstöðvandi í kvöld
TaKesha Watson var óstöðvandi í kvöld Mynd/Daniel

Kesha Watson átti ótrúlegan leik í kvöld þegar lið Keflavíkur valtaði yfir Grindavík í uppgjöri suðurnesjaliðanna í Iceland Express deild kvenna.

Watson fór hreinlega hamförum í liði Keflavíkur þar sem hún skoraði 51 stig, hirti 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 4 boltum á aðeins 33 mínútum. Watson hitti þar af úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Bryndís Guðmundsdóttir átti fínan leik hjá Keflavík og skoraði 19 stig.

Hjá Grindavík var Tiffany Roberson með 22 stig og 16 fráköst og Joanna Skiba skoraði 17 stig.

Þá vann KR góðan útisigur á Fjölni í Grafarvogi 90-71.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×