Viðskipti innlent

Hannes fer til USA

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er núna úti í Bandaríkjunum að herja á stjórn AMR að gera reksturinn skilvirkari. Meðal annars vill hann gera greinendum auðveldara fyrir að verðmeta félagið. Það mun vera einhverjum erfiðleikum bundið vegna undirliggjandi eigna sem erfitt er að verðleggja.

Fjölmiðlar fylgjast grannt með Hannesi enda vekur barátta hans athygli vestra. Í gær var viðtal við hann á Reuters-fréttaveitunni. Þegar hann sendi stjórn AMR bréf þar sem hvatt var til aðgerða fór hann í viðtal á CBS-sjónvarpsstöðinni og Wall Street Journal fjallaði einnig um málið. Ætli víkingasamlíkingin sé nokkuð langt undan þegar hriktir í gömlum stoðum af völdum Íslendinga?





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×