Íslenski boltinn

Margrét Lára með sex mörk gegn ÍR

Margrét Lára skoraði sex mörk í kvöld.
Margrét Lára skoraði sex mörk í kvöld. Mynd/Valgarður Gíslason

Valur valtaði yfir ÍR í kvöld í Landsbankadeild kvenna, 10-0. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sex marka Vals, þar af tvö úr vítaspyrnum. Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði tvö og þær Vanja Stefanovic og Dóra María Lárusdóttir sitt markið hvor.

Valur er því komið með þriggja stiga forskot á KR á toppi deildarinnar en KR á leik til góða. Valur og KR eru á góðri leið með að stinga af í deildinni, en Valur er nú með 25 stig eftir 9 leiki og KR með 22 stig eftir 8 leiki. Breiðablik er í 3. sæti með 13 stig eftir 8 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×