Erlent

Vatn finnst í fyrsta skipti utan sólkerfisins

Vatngufur fundust í andrúmslofti reikisstjörnunnar.
Vatngufur fundust í andrúmslofti reikisstjörnunnar. MYND/ESA
Vísindamenn hafa fundið vatn utan sólkerfisins, í fyrsta skipti svo óyggjandi sé. Vatnið greindist í gufuðu formi á reikisstjörnunni HD189733b sem svipar til Júipíters og er í 63 ljósára fjarlægð frá jörðu. Það var hópur stjörnufræðinga við Evrópsku geimrannsóknastofnunina sem uppgötvaði vatnið á stjörnunni með því að greina ljósbrot í andrúmslofti hennar þegar hún gekk fyrir stjörnuna sem hún hverfist um.

Hópurinn satarfar undir stjórn Giovanna Tinetti við University College London og notaði Spitzer geimsjónaukann við rannsóknir sínar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×