Fótbolti

Veigar Páll skoraði í sigri Stabæk á Stromsgodset

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Íslenski landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði eitt marka Stabæk í dag og lagði upp annað í 3-2 sigri á Stromsgodset. Veigar skoraði annað mark liðsins á 38. mínútu og kom Stabæk þá í 2-0.

Stabæk er því áfram á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig eftir 13 leiki. Lilleström er í öðru sæti deildarinnar með 24 stig eftir 13 leiki og Viking í þriðja sæti, einnig með 24 stig en með lakara markahlutfall en Lilleström. Stefán Gíslason tók út leikbann í dag þegar lið hans, Lyn, bar sigurorð á Start, 0-1.

Mark Veigars var það fimmta sem hann skorar á tímabilinu og er hann því í 6.-11. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×