Fótbolti

Rúrik að yfirgefa Charlton

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Rúrik á æfingu hjá Viborg
Rúrik á æfingu hjá Viborg Mynd/Viborg F.F

Rúrik Gíslason er hugsanlega á leiðinni til danska liðsins Viborg en hann hefur verið þar til æfinga í viku. Rúrik hefur verið samningsbundinn Charlton síðustu ár, en Charlton sagði í tilkynningu að félagið ætlaði að losa sig við átta leikmenn í sumar, þar á meðal Rúrik.

Tveir aðrir leikmenn hafa verið að æfa með Viborg síðastliðna viku en þjálfarinn segir að þeir henti ekki liðininu. Þjálfarinn, Morten Jensen, segir að Rúrik hafi staðið sig vel á æfingum en nú séu báðir aðillar lagstir undir feld og ætla að hugsa málið. „Vonandi getum við tikynnt um nýja leikmenn í næstu viku, en hverjir það verða get ég ekki sagt um fyrr en blekið er þornað á pappírunum," sagði Jensen.

Á meðal þeirra leikmenn sem Charlton ætlar að losa sig við eru Jimmy Floyd Hasselbaink, Tal El Karkouri, Kevin Lisbie og markvörðurinn Thomas Myhre.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×