Fótbolti

Stefán á leið til Bröndby?

Stefán í leik með Keflavík
Stefán í leik með Keflavík Mynd/Pjetur
Ekstra blaðið í Danmörku heldur því fram í dag að Bröndby sé við það að ganga frá kaupum á landsliðsmanninum Stefáni Gíslasyni frá Lyn í Noregi. Kaupverðið er sagt vera um 100 milljónir króna og ef af viðskiptunum verður - yrði Stefán dýrasti leikmaður í sögu félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×