Erlent

Atlantis lent í Kaliforníu

Atlantis á ferð sinni
Atlantis á ferð sinni MYND/AFP

Geimferjan Atlantis er nú lent heilu á höldnu á Edwards Air Force Base í Kaleforníu. Hún lenti klukkan 15:49 að staðartíma. Hætt var við lendingu í Flórída í dag vegna slæmra veðurskilyrða.

Geimferjan hefur verið á ferð um sporbaug jarðar síðan áttunda júní og var með nægar eldsneytisbirgðar fram á sunnudag.

Um borð í ferjunni var Sunita Williams. Hún var 195 daga í geimnum sem er lengsta geimferð sem kona hefur farið í. Hún er einnig sú kona sem hefur varið lengstum tíma í geimgöngur.

Hægt var að fylgjast með lendingu ferjunnar beint á Vísi.is



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×