Erlent

Esa reynir þolgæði manna

Evrópska geimferðastofnunin Esa undirbýr tilraun þar sem reynt verður á þolgæði fólks gagnvart hvort öðru. Vonast er til að niðurstöður tilraunarinnar komi að gagni þegar og ef lagt verður í mannaða ferð til Mars, en geimfara slíkrar ferðar bíður löng, tilbreytingarlaus og náin samvera.

Esa auglýsir eftir nokkrum einstaklingum sem eru tilbúnir að láta loka sig inní í eftirlíkingu af geimskutlu og dvelja þar saman í heila sautján mánuði. Fólkið mun ekki hafa nein samskipi við umheiminn nema í gegnum talstöð. Gögn um talstöðina eru þó 40 mínútur á leiðinni.

Þannig hyggjast vísindamenn fylgjast með hvernig fólk myndi plumast hvort við annað á langri leið til Mars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×