Erlent

Mikil fjölgun í hópi Síberíutígrisdýra

MYND/Ap

Vel gengur að reisa við stofn Síberíutígrisdýra sem eru í mikilli útrýmingarhættu. Á ræktunarstöð kattardýra í Kína hefur tegundinni borist góður liðsauki með fæðingu 84 kettlinga frá því í mars á þessu ári. Í tilkynningu frá ræktunarstöðinni segir að kettlingunum heilsist vel og að von sé á að 13 læður fæði til viðbótar á næstu fjórum mánuðum.

Einungis lifa um 400 Síberíutígrisdýr villt í dag, aðallega í Austur-Rússlandi. Dýrin er meðal þeirra tíu dýrategunda sem eru í mestri útrýmingarhættu.

Hengdaohezi-ræktunarstöðin hefur reynst heilladrjúg í viðleitni sinni í að viðhalda stofninum. Stöðin var opnuð árið 1986 og hélt hún þá 8 dýr. Nú er þau orðin 750. Áætlað er að sleppa 620 þeirra út í náttúruna á komandi misserum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×