Erlent

Fuglar að deyja út í Bandaríkjunum

MYND/Audubon

Umtalsverð rýrnun hefur orðið á stofnum algengustu fugla í Bandaríkjunum á síðustu áratugum. Fuglafræðingar við Audubon stofnuninni benda á þetta í nýútkominni skýrslu sinni og lýsa yfir áhyggjum sínum.

Tilgreina þeir tuttugu algengustu fuglategundir Bandaríkjanna. Stofnar flestra þeirra hafa minnkað um helming frá því 1967. Sumir stofnar eru nú allt að áttatíu prósent minni.

Útþensla mannbyggðar með tilheyrandi skógarhöggi á varpsvæðum fuglanna er nefnd sem orsakavaldur. Einnig ganga aukin umsvif mannsins í iðnvæði og landbúnaði að stofnunum dauðum. Svo má rekja rénunina til loftslagsbreytinga. Sífreri bráðar og ýmis rándýr færa sig norðar á boginn og ógna lífríki fuglanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×