Erlent

Allt að 500 prósent fjölgun hitabylgja

Ef losun gróðurhúsalofttegunda fer fram sem horfir mun mannskæðum hitabylgjum, líkum þeim sem skullu á Miðjarðarhafslönd árið 2003, fjölga um 200 til 500 prósent á þessari öld. Mest mun hitna í Frakklandi. Þetta er niðurstaða bandarískra vísindamanna og var kunngjörð í tímaritinu Geophysical Research Letters.

Í hitabylgjunum 2003 létust 18 þúsund manns. 15 þúsund í Frakklandi og þrjú þúsund á Ítalíu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×