Fótbolti

Garðar Gunnlaugsson skoraði fyrir Norrköping

mynd/GVA

Norrköping styrkti stöðu sína á toppi annarar deildar í Svíþjóð með góðum 1-3 útisigri á Landskrona í dag en með liðinu spila íslendingarnir Garðar B. Gunnlaugsson og Stefán Þórðarson.

Stefán og Garðar byrjuðu báðir í framlínunni hjá Norrköping í dag en Stefáni var skipt út af í seinni hálfleik. Garðar kom Norrköping í 0-2 á 51. mínútu en miðjumaðurinn Daniel Bamberg skoraði fyrsta og síðasta mark liðsins.

Norrköping situr á toppi deildarinnar eftir 8 leiki með 20 stig, fjórum stigum fyrir ofan Sirius sem er í öðru sæti eftir jafnmarga leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×