Innlent

Geir og Ingibjörg ætla að funda í Alþingishúsinu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde hittast í Alþingishúsinu klukkan hálf fimm í dag. Gert er ráð fyrir að formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eigi viðræður um möguleika á að mynda ríkisstjórn eftir að viðræðum sjálfstæðismanna við Framsóknarflokkinn var hætt. 

Egill Helgason, stjórnmálaskýrandi Stöðvar tvö, segir að Geir velji Samfylkinguna frekar en Vinstri græna vegna þess að hann álitur Samfylkinguna vera stöðugri og áreiðanlegri kost en Vinstri græna. Þá er Samfylkingin betur tengd við stéttarfélögin og er stærri en Vinstri grænir.

Enn hefur ekkert heyrst frá Ingibjörgu Sólrúnu vegna yfirlýsingar Geirs um að hann ætlaði sér að athuga möguleika á samstarfi við Samfylkingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×