Innlent

Stjórnarsamstarfi slitið - Sjálfstæðisflokkur og Samfylking í viðræður

Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson tilkynntu sameiginlega niðurstöðu sína í stjórnarráðinu í dag um að þeir hefðu slitið 12 ára stjórnarsamstarfi flokkanna. Þá sagði Geir að hans fyrsti valkostur væri viðræður við Samfylkinguna. Samstaða var á milli flokkanna um að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi.

Geir sagði allt samstarf hafa verið farsælt og gott. Hann sagðist ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í fyrramálið og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

Jón sagði ekki áhugaleysi hjá Sjálfstæðisflokki varðandi áframhaldandi samstarf. Þá sagði Jón að staða hans innan Framsóknarflokksins yrði rædd innan flokksins á næstunni.

Geir sagði styttra á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks heldur en Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og því væru hún fyrsti kostur Sjálfstæðisflokksins. Þá væri eins manns meirihluti veikur og að stór meirihluti með Samfylkingu væri sterkari kostur.

Jón sagði að viðræður Sjálfstæðisflokksins við aðra flokka hefðu verið þáttur í þessari ákvörðun.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×