Innlent

Framsóknarmenn funda á Hverfisgötu

Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz á kosningavöku Framsóknarflokksins.
Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz á kosningavöku Framsóknarflokksins. MYND/Valgarður

Framsóknarmenn sitja nú á fundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Á fundinum eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz sem féllu út af þingi í Alþingiskosningunum um helgina. Auk þeirra sitja fundinn aðrir þingmenn flokksins.

Í fréttum RUV í kvöld kom fram að Jónína Bjartmarz muni sitja áfram í ráðherrastól þar til annar verður skipaður í hennar stað. Jónína sagði að flestir flokkar sæktust eftir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk, fáir tali fyrir samstarfi vinstri flokkanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×