Innlent

Endurnýjun á samstarfi D og B nauðsynleg

Geir H. Haarde sagði í dag að endurnýjun á sáttmála milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri nauðsynleg og hugsanlega breytt verkaskipting eftir fylgistap framsóknar í kosningunum. Ekki væri þó þörf á stjórnarmyndunarviðræðum nú þar sem stjórnin hefði haldið velli. Talsverðar efasemdir hafa heyrst meðal manna í röðum flokksins hvort endurnýja eigi samstarf við Framsókn.

Geir sagði að ummæli framsóknarmanna um að draga sig í hlé væru ekki tilboð sem slíkt. Málin væru þó í vinnslu. Geir vildi ekki segja til um hversu langan tíma þessar breytingar gætu tekið.

Forsætisráðherranum var ákaft fagnað þegar nýr þingflokkur kom í fyrsta sinn saman eftir Alþingiskosningarnar í þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna. Þingflokkurinn telur nú 25 þingmenn, sem er aukning um einn mann.

Geir sagði einnig að með þennan tæpa meirihluta væri erfiðara að keyra mál áfram í þinginu. Hann segist ekki hafa leitað til hinna formannanna um samstarf, en hins vegar væri mikið spjallað manna á milli um hugsanlegt samstarf.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×