Innlent

Leiðtogarnir flestir á því að breytinga sé þörf á kjördæmakerfinu

Formenn stjórnmálaflokkanna hittust í fjörlegum umræðum á Stöð 2 í kvöld. Þar voru úrslit kosninganna rædd og spáð í framhaldið. Geir Haarde sagði að þeir Jón Sigurðsson ættu nú í viðræðum um það hvort halda skuli samstarfi flokka þeirra áfram eða ekki og sagðist hann ekki vita hve lengi þær samræður standa yfir. Menn virtust almennt á því að kjördæmakerfinu þyrfti að breyta.

 

Þrátt fyrir að menn væru ekki sammála um allt þá mátti heyra ákveðinn samhljóm hjá leiðtogunum um að tími væri komin til þess að endurskoða kjördæmakerfið í landinu. Steingrímur J. Sigfússon varpaði fram þeirri hugmynd að hafa þrjú kjördæmi í landinu og Jón Sigurðsson sagðist hrifinn af hugmyndinni um mörg minnikjördæmi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×