Innlent

Meiri grundvöllur fyrir vinstristjórn

Nýr þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson í Suðurkjördæmi, segir meiri grundvöll fyrir vinstristjórn með þáttöku Framsóknarflokksins heldur en að Framsókn starfi áfram með Sjálfstæðisflokki. Þessi orð lét hann falla í Silfri Egils eftir hádegi í dag.

„Þessi meirihluti er mjög veikur og ég tel ekki mjög sennilegt að stjórnin haldi áfram við þessar aðstæður," sagði Bjarni meðal annars. „Ég held að eðlilegast sé að flokkurinn endurmeti sína stöðu." Bjarni sagði Framsóknarflokkinn ekki munu standa í vegi fyrir umræðum um myndun vinstristjórnar.

„Ég tel meiri grundvöll fyrir þriggja flokka vinstristjórn heldur en áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi. Ég tel það að mörgu leyti miklu farsælla," sagði nýji þingmaðurinn meðal annars í þættinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×