Innlent

Fjórðungur sjálfstæðismanna beitti útstrikunum í Suðurkjördæmi

MYND/GVA

Tæplega 25 % kjósenda D-lista í Suðurkjördæmi strokuðu mann út af listanum í kosningunum í gær. Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar formanns kjörstjórnar verður skoðað í dag hvaða nöfn eiga í hlut. Á öðrum listum voru útstrikanir innan við fimm prósent. Í kosningavöku Ríkisútvarpsins var staðhæft að útstrikanirnar hafi beinst gegn Árna Johnsen.

Í samtali við Vísi sagðist Árni ekkert vilja tjá sig um málið, þetta væri búið og gert. Hann sagðist ekkert vita um málið umfram það sem fjölmiðlar hafi greint frá og því væri ekkert um það að segja að svo stöddu.

Frekari tíðinda af útstrikunum er að vænta þegar líður á daginn og kjörstjórnir fara betur yfir þær. Heimildir fréttastofu Stöðvar tvö herma að eitthvað hafi verið um útstrikanir í Reykjavík suður þar sem Björn Bjarnason er á lista Sjálfstæðisflokksins.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×