Innlent

Ríkisstjórnin heldur velli - Siv komin inn á þing

MYND/Vilhelm

Ríkisstjórin heldur velli þegar búið er að telja öll atkvæði í þremur kjördæmum, Reykjavíkurkjördæmunum báðum og Suðvesturkjördæmi. Siv Friðleifsdóttir er inni samkvæmt nýjustu tölum.

Talningu lauk fyrir stundu í Suðvesturkjördæmi, en þar greiddu 45.989 atkvæði eða 84,3 prósent kosningabærra manna. Sjálfstæðisflokkurinn fær þar sex þingmenn og 42 prósenta fylgi. Samfylkingin fær þrjá og 27,9 prósenta fylgi, Vinstir græn 11,4 prósenta fylgi og einn mann og Siv er fulltrúi Framsóknarflokksins en flokkurinn er með 7,1 prósents fylgi. Þá kemst Kolbrún Stefánsdóttir inn á þing fyrir frjálsynda sem eru með 6,6 prósenta fylgi.

Í Reykjavíkurkjördæmi norður kusu 35.625 af 47.775, eða 74,5 prósent. Þar fá sjálfstæðismenn fjóra þingmenn og 35,8 prósenta fylgi, Samfylkingin fjóra þingmenn og 28,8 prósenta fylgi, Vinstri - græn 2 og 16,6 prósenta fylgi og Frjálslyndi flokkurinn einn þingmann. Hvorki Jón Sigurðsson né Ómar Ragnarsson ná inn á þing.

Síðustu tveir menn inn á þing eru sjálfstæðismenn en Samfylkinguna vantar 0,8 prósent til að breyta því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×