Innlent

Fimmti hver kjósandi strikar út Björn Bjarnason

MYND/365

Fimmti hver kjósandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur orðið við áskorun Jóhannesar Jónssonar, í Bónus, og strikað út Björn Bjarnason af lista flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur samkvæmt nýjustu tölum fengið tæplega 12 þúsund atkvæði í kjördæminu og miðað við það hafa um 2.400 kjósendur flokksins strikað út nafn Björns.

Jóhannes auglýsti fyrir helgi í dagblöðum þar sem hann hvatti kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika nafn Björns útaf lista flokksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×