Innlent

Árni þakklátur fyrir stuðninginn

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Vilhelm

Árni Johnsen, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sagðist þakklátur fyrir þann stuðning sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kjördæminu, en samkvæmt nýjustu tölum fær hann 37 prósent atkvæða og fjóra þingmenn.

Árni sagði flokkinn sterkan í kjördæminu og kannanir í því hefðu sýnt nokkuð rétta mynd. Aðspurður sagðist hann ekki hafa velt því fyrir sér hvaða stjórnarmynstur hann vildi sjá eftir kosningarnar.

Árni er á leið á þing og aðspurður um störfin þar sagðist hann ætla að vinna að góðum málum. Nóg að verkefnum væri til að takast á við og vonaðist hann til að geta lagt þar lið.

Árni sagði enn fremur að markmiðinu væri náð. Hann hefði sett stefnuna á miðin og siglt fast og hann væri þakklátur fyrir stuðninginn sem hann hefði fengið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×