Innlent

Sigur Vinstri grænna fellir ríkisstjórnina

Það er enginn maður glaðari en ég, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skömmu eftir að hann lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld en hann flaug þangað úr kjördæmi sínu, Norðausturkjördæmi.

Vinstri græn mældust með vel yfir 20 prósenta fylgi í skoðanakönnunum fyrir nokkrum vikum en fá samkvæmt nýjustu tölum um 14 prósent atkvæða. Aðspurður sagðist Steingrímur ekki vonsvikinn. Hann hefði verið það lengi í stjórnmálum til þess að átta sig á því að skoðanakannanir væru ekki alltaf réttar.

Sagði hann sigur flokksins stórkostlegan og að flokkurinn væri að byggja sig upp. Góðir hlutir gerðust hægt og flokkurinn næði nú þingmönnum inn í öll kjördæmi.

Steingrímur benti á að sigur Vinstri grænna hefði fellt ríkisstjórnina. Hinir stjórnarandstöðuflokkarnir héldu sínu en Vinstri græn bættu við sig fjórum mönnum.

Sagðist Steingrímur að hann hefði sett sér þrjú markmið fyrir kosningarnar, að auka fylgi flokksins, ná inn mönnum í öll kjördæmi og fella ríkisstjórnina. Öll þau markmið hefðu náðst. Þá benti hann á að hann hefði fyrstur sett fram hugmyndina um samstarf stjórnarandstöðunnar um að fella ríkisstjórnina.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×