Innlent

Framsókn í erfiðleikum

Framsóknarflokkurinn er að tapa fylgi í flestum kjördæmum. Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz eru báðar úti samkvæmt þeim tölum sem við höfum núna. Jón Sigurðsson er enn inni í Reykjavík Suður en búast má við því að hann eigi eftir að detta inn og út í alla nótt.

Siv Friðleifsdóttir sagði í samtali við Stöð tvö að hún hefði gjarnan viljað að fylgi flokksins yrði hærra. Þá sagðist hún ekki hafa hugsað um hvað hún ætli að gera ef hún kemst ekki inn á þing. „Farið verður yfir stöðuna þegar úrslitin eru ljós, þetta er bara vísbending um stöðuna, við verðum að bíða úrslitanna og fara þá yfir stöðuna." sagði Siv þegar hún var spurð út í stöðu Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins. Þá vildi hún ekkert segja um hvort að Framsókn verði áfram í ríkisstjórn að kosningum loknum.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í viðtali við Stöð tvö að allt benti til að Framsókn yrði í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×