Innlent

Þetta er mjög mikið áfall

MYND/GVA

„Þetta er mjög mikið áfall," sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, um fyrstu tölur í þingkosningunum en samkvæmt þeim hefur flokkurinn tapað fimm þingmönnum og mælist með 11,14 prósents fylgi. Fær hann sjö þingmenn og er Jón inni.

Jón sagði að framsóknarmenn hefðu að hluta til verið búnir undir þetta þar sem skoðanakannanir hefðu gefið ákveðnar vísbendingar og aðspurður sagði hann stöðuna að einhverju leyti sér að kenna. „ Við þurfum að byrja endurskoðun," sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×