Innlent

Kjörsókn nokkuð dræmari á höfuðborgarsvæðinu

MYND/GVA

Kjörsókn í þeim þremur kjördæmum sem ná yfir höfuðborgarsvæðið er nokkru minni en fyrir fjórum árum.

Þannig höfðu 27.487 kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður klukkan 20 sem er 62,79 prósenta kjörsókn en á sama tíma árið 2003 höfðu 70,71 prósent kjósenda nýtt atkvæðisrétt sinn.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu 29.488 manns kosið klukkan 20 í kvöld en það er 67,96 prósent atkvæðisbærra manna. Til samanburðar höfðu 73,17 prósent kjósenda í kjördæminu kosið á þessum tíma árið 2003.

Í Suðvesturkjördæmi var kjörsókn 69,5 prósent klukkan 20 sem er minna en fyrir þremur árum, en þá höfðu 74,7 prósent kosið klukkan 20. Alls höfðu þó 37.944 manns kosið í dag sem er í heildina fleiri en á sama tíma fyrir fjórum árum en töluvert hefur fjölgað á kjörskrá í þessu fjölmennasta kjördæmi landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×