Innlent

Mjög góð kjörsókn í Grímsey

MYND/Reynir Traustason

Kjörstöðum hefur nú verið lokað á nokkrum stöðum á landinu, sérstaklega á minni og afskekktari stöðum. Í Grímsey var kjörsókn um 71,6 prósent en miðað við fjölda utankjörfundaratkvæða var kosningaþátttaka þar nánast 100 prósent.

Í Arnarneshrepppi, sem einnig er í Norðausturkjördæmi, var kjörsóknin 80,5 prósent og á Grenivík tæp 80 prósent. Á Akureyri var kjörsókn 66,2 prósent klukkan 19 sem er fjórum prósentum meira en á sama tíma í síðustu þingkosningum.

Á Suðurlandi var kjörstöðum lokað á Kirkjubæjarklaustri og víða í uppsveitum klukkan 20 en ekki liggur fyrir kjörsókn á þeim stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×