Innlent

Kjörsókn meiri í Norðausturkjördæmi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kjósendur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Kjósendur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. MYND/GVA

Kjörsókn hefur gengið vel víðsvegar um landið en er heldur minni en fyrir fjórum árum ef undan er skilið Norðausturkjördæmi. Þar er kjörsókn umtalsvert meiri á Egilsstöðum og á Akureyri en í síðustu kosningum.

Í Reykjavík höfðu 34.839 kosið klukkan fjögur eða 39,97 prósent þeirra sem eru á kjörskrá. Í Reykjavík norður höfðu 16.561 mætt á kjörstað, eða 37,83 prósent. Heldur meiri kjörsókn var í Reykjavík Suður eða 42.12 prósent.

Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi var 33,2 prósent klukkan þrjú og höfðu rúmlega 18 þúsund manns mætt á kjörstað. Þetta er töluvert minna en í síðustu Alþingiskosningum þegar 37,6 prósent höfðu greitt atkvæði á sama tíma.

Í Suðurkjördæmi höfðu 9813 manns kosið klukkan þrjú eða 32,21 prósent. 

Laust fyrir klukkan hálf fimm höfðu 43 prósent kosið á Egilsstöðum og svipaða sögu var að segja frá Akureyri. Þetta er umtalsvert meiri kjörsókn en í síðustu kosningum og hefur bætt í eftir því sem liðið hefur á daginn. Vel hefur gengið á kjörstöðum þó heldur hafi þrengt að fólki á Akureyri þegar mest hefur verið um manninn. 

Klukkan þrjú höfðu rétt rúmlega 40 prósent kosningabærra manna kosið í Norðvesturkjördæmi. 8500 manns höfðu þá greitt sín atkvæði og er það heldur minni kjörsókn en á sama tíma fyrir fjórum árum.

 

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×