Innlent

Hvað má og hvað má ekki gera við kjörseðil

Það getur vafist fyrir sumum hvað megi gera við kjörseðilinn og hvað ekki. Auðvelt er að gera kjörseðil ógildan með því að fara ekki rétt með hann. Þannig má ekki strika út frambjóðendur af öðrum listum en þeim eina sem kjósandi merkir við. Ef einstaklingur merkir þannig við lista 1 má hann ekki strika einstakling af lista 2 út. Það má heldur ekki setja broskarla eða krota neitt á atkvæðaseðilinn.

Í 100 grein laga um kosningar til Alþingis segir að atkvæði skuli meta ógilt ef:

* a. ef kjörseðill er auður,

* b. ef ekki verður séð við hvern lista er merkt eða ef ekki verður séð með vissu hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli getur átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru,

* c. ef merkt er við fleiri listabókstafi en einn eða tölumerkt nöfn á fleiri listum en einum eða skrifaðir fleiri en einn listabókstafur á utankjörfundarseðil,

* d. ef áletrun er á kjörseðli fram yfir það sem fyrir er mælt eða annarleg merki sem ætla má að sett séu af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan,

* e. ef í umslagi með utankjörfundarseðli er annað eða meira en einn kjörseðill,

* f. ef kjörseðill er annar en kjörstjórn eða kjörstjóri hefur löglega afhent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×