Innlent

Kosningasjónvarp með stæl á Stöð 2

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Stöð tvö mun fjalla skilmerkilega um kosningarnar í kvöld. Kosningasjónvarpið hefst formlega klukkan níu. Þar verður boðið upp á skýringar á framvindu mála, auk skemmtunar fram á rauða nótt. Þá verður kosningavefur Vísis með nýjustu tölur á hverjum tíma.

Byrjað verður með upphitun þar sem meðal annars verður kynnt tölvugrafík, sem er sú fullkomnasta sem sést hefur hér á landi. Rætt verður við kosningasérfræðinga Stöðvar 2 og farið hringinn í kringum landið þar sem sex tökulið sækja viðbrögð almennings og frambjóðenda.

Fyrstu tölur berast síðan milli klukkan 11 og tólf og síðan koma ýmsir snillingar í heimsókn, þar á meðal formenn flokkanna.

Haldið verður áfram með góðum gestum, skemmtunum, gríni og skilmerkilegum úrskýringum á því sem er að gerast, þar til endanleg úrslit liggja fyrir.

Fyrir þá sem vilja taka púlsinn á nýjustu tölum við eigin hentugleika býður kosningavefur vísis upp á fjölbreytta möguleika. Þar verður alltaf hægt að sjá hverjir eru inni og myndir af þeim samkvæmt nýjustu tölum á hverjum tíma. Þar verða líka myndskeið af umræðum og viðtölum við stjórnmálamenn úr kosningasjónvarpinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×