Innlent

Netsamband víða óviðunandi í dreifbýli

Aðgangur að netsambandi enn víða óviðunandi í dreifbýli. Ferðaþjónustubóndi í Þingeyjarsýslu segir ástandið eins og að búa í torfkofa en Síminn segir unnið að aukinni þjónustu.

Ráðstefna fór fram á Akureyri um háhraðafjarskipti í dreifbýli. Aðeins hluti íslensku þjóðarinnar hefur kost á háhraðafjarskiptum sem veldur mismunun í samkeppni að sögn þeirra sem ekki njóta bestu tenginga.

Þegar Síminn var seldur ákvað ríkisstjórnin að verja hluta af söluandvirðinu til að bæta fjarskipti til íbúa í dreifbýlinu en Unnsteinn Ingason, ferðaþjónustubóndi á Narfastöðum í Reykjadal, auglýsir eftir efndum.

Unnsteinn var um tíma með háhraðanettengingu í tímabundnu tilraunaverkefni. Það olli straumhvörfum en nú hefur honum verið kippt aftur í torfkofann eins og hann kallar það.

 

Síminn segir allt of dýrt að leggja ljósleiðara um allt land en unnið sé að nýjum lausnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×