Innlent

Kaffibandalagið gæti myndað ríkisstjórn

Kaffibandalagið gæti myndað næstu ríkisstjórn ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Samkvæmt henni er ríkisstjórnin fallin.

Framsóknarflokkurinn fær 8,6 prósenta fylgi á landsvísu og fimm þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 38,1 og tuttugu og fimm þingmenn. Stjórnin fengi samtals þrjátíu þingmenn og vantar tvo til að halda meirihluta.

Samfylkingin sækir heldur í sig veðrið og fær 29,1 prósent og fer að nálgast kjörfylgi sitt í síðustu kosningum. Samkvæmt þessu fengi Samfylkingin nítján þingmenn en hefur tuttugu.

Vinstri græn eru í 16,2 prósentum en eftir ótrúlegt fylgi í könnunum er lukkan heldur að síga. Þeir væru þó enn sigurvegarar með nær tvöfalt kjörfylgi miðað við síðustu kosningar og fengju ellefu þingmenn yrði þetta niðurstaðan á laugardag en hafa sex.

Frjálslyndi flokkurinn fengi 5,2 prósent og þrjá þingmenn, tapar einum þingmanni. Íslandshreyfingin nær sér ekki á strik með 2,7 prósent og fær því engan þingmann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×