Innlent

Allir nema sjálfstæðismenn vilja Norðlingaölduveitu úr sögunni

Allir stjórnmálaflokkarnir nema Sjálfstæðisflokkurinn hafa lýst yfir stuðningi við stækkun friðlands Þjórsárvera þannig að Norðlingaölduveita verði þar með úr sögunni. Þetta segja Náttúruverndarsamtök Íslands í tilkynningu fyrir fjölmiðla. Samtökin fanga þessum mikilvæga stuðningi og skora á Sjálfstæðisflokkinn að taka sömu afstöðu til stækkunar friðlandsins og hinir flokkarnir.

Bent er á að hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi hafnað að taka Norðlingaölduveitu inn á aðalskipulag og að heimamenn hafi um áratugaskeið barist fyrir friðun Þjórsvera.

Skoðankönnun sem Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands haustið 2004 sýndi að nærri tveir þriðju aðspurðra styðja stækkun friðlandsins. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup frá janúar 2006 er sama hlutfall aðspurðra andvígt Norðlingaölduveitu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×