Innlent

Áherslumál formanna stjórnmálaflokkanna

Jónas Haraldsson skrifar
Frá kosningafundinum á Stöð tvö í kvöld.
Frá kosningafundinum á Stöð tvö í kvöld. MYND/Vísir

Formenn stjórnmálaflokkanna voru í kosningaþætti Stöðvar tvö í kvöld spurðir hvaða þrjú mál þeir myndu leggja mesta áherslu á strax að loknum kosningum. Svörin voru margvísleg eins og gefur að skilja.

  • Ómar Ragnarsson (Íslandshreyfingin)
  1. Hlé á stóriðjuframkvæmdum í fimm ár.
  2. Úrbætur fyrir þá tekjulægstu, aldraða og öryrkja.
  3. Efla útrás vísinda, verkþekkingar og efla menntun.
  • Ingibjörg Sólrún (Samfylking)
  1. Fjölga hjúkrunarrýmum um 400 talsins.
  2. Eyða þeim biðlistum sem eru hjá Greiningarstöð ríkisins og Barna- og Unglingageðdeildinni.
  3. Gera úttekt á framkvæmd fjárlaga.
  • Guðjón Arnar (Frjálslyndir)
  1. Taka á velferðar- og skattamálum í samhengi, láglaunafólki, öryrkjum og eldri borgurum.
  2. Taka á samgöngumálum, gera sérstaka áætlun um átak í þeim.
  3. Taka á sjávarútvegs- og byggðamálum sem eru óaðskiljanleg.
  • Jón Sigurðsson (Framsókn)
  1. Ná marktækum áföngum í uppbyggingu velferðar- og heilbrigðismála.
  2. Áfangar á sviði menntmálum, rannsókna, vísinda og nýsköpunar.
  3. Lög um heildaráætlun um nýtingu og vernd auðlinda til þess að finna þar þjóðarsátt og grunnreglur um umhverfisréttarins.
  • Geir H. Haarde (Sjálfstæðisflokkur)
  1. Úrbætur í þágu öryrkja og aldraðra.
  2. Undirbúa uppbyggingu í háskólaumhverfinu um land allt.
  3. Lækka skatta.
  • Steingrímur J. (Vinstri grænir)
  1. Bæta kjör aldraðra, öryrkja og fjölskyldufólks, leiðrétta launamisrétti og gera átak í umhverfismálum.
  2. Halda aftur af stóriðjuframkvæmdum og fara í þær aðgerðir á sviði friðlýsinga, vatnsfalla og háhitasvæða.
  3. Taka Ísland af lista viljugra þjóða, biðjast afsökunar á þeim gjörningi afturkalla heimildir Bandaríkjamanna til þess að nýta sér Ísland í því skyni og vinna að því að bæta ástand flóttamanna í Írak.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×