Innlent

Ráðherrum verði óheimilt að skuldbinda ríkissjóð síðustu mánuði fyrir kosningar

Björn Gíslason skrifar
MYND/Pjetur

Vinstrihreyfingin - grænt framboð kynnti dag frumvarp um breytingar á lögum um fjárreiður ríkisins sem ætlunin er að leggja fram þegar þing kemur aftur saman.

Það kveður á um að ráðherrum verði óheimilt að gera samninga eða binda með einum eða öðrum hætti ríkissjóð þannig að að í því felist skuldbinding, vilyrði eða fyrirheit um ný útgjöld síðustu 90 dagana fyrir kosningar eins og segir í frumvarpinu.

Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að efni þess skýri sig sjálft. Tilefni þess sé öllum ljóst sem fylgst hafi með fréttum undanfarna daga og vikur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×