Innlent

Tólf milljarða í menntun

Náist að auka menntunarstig þjóðarinnar um eitt ár á mann að meðaltali græðir ríkið fjörutíu milljarða á ári. Þetta segir Samfylkingin sem kynnti tólf milljarða króna fjárfestingarátak í menntun í dag.

Samfylkingin kynnti ellefu liða stefnu sína í menntamálum í gamla Lækjarskólanum í Hafnarfirði í dag. Flokkurinn vill meðal annars leggja niður núverandi samræmd próf, tryggja gjaldfrjálsa menntun frá leikskóla, að 30% námslána breytist í styrk að námi loknu, að námsbækur í framhaldsskólum verði ókeypis og að nemendur komist sem víðast í framhaldssnám í heimabyggð. Ef þjóðin menntar sig að meðaltali einu ári lengur hækkar landsframleiðsla um þrjú til sex prósent, samkvæmt reiknireglu OECD. Ef miðað er við fjögur prósent, yrði tekjuauki þjóðarbúsins því 40 milljarðar árlega. Því vill Samfylkingin draga úr brottfalli í framhaldsskólum og fjölga þeim sem ljúka háskólaprófi úr 30 í fjörutíu prósent. Fjárfestingaátakið kostar tólf milljarða þegar allt er komið til framkvæmda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×