Innlent

Áhyggjur af hlutdrægni spyrla RUV

Margrét Sverrisdóttir frambjóðandi Íslandshreyfingarinnar til Alþingis hefur áhyggjur af því sem hún kallar einsleitan hóp spyrla á Ríkissjónvarpinu. Hún segir þá flesta eiga sér fortíð í samtökum hægrimanna sem tengjast Sjálfstæðisflokknum.

Margrét sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslyndaflokksins var í viðtali hjá Heimi Karlssyni og Kolbrúnu Björnsdóttur í Íslandi í bítið á Bylgjunni í morgun.

Þar lýsti hún áhyggjum sínum af meintri pólitískri hlutdrægni spyrla sjónvarpsstöðvanna, vegna þess hvað þeir ættu sér svipaðan bakgrunn sem félagar í hægrisinnuðum samtökum sem tengjast Sjálfstæðisflokknum.

Hún sagði lítið hægt að segja um einkastöðvar, en öðru máli gengdi um Ríkissjónvarpið, sem hefði skyldum að gegna samkvæmt lögum.

Margrét segir að enginn einn dagskrárgerðarmaður skeri sig úr varðandi meinta hlutdrægni. En ef hópurinn sé svona einsleitur, sé það hlutdrægni þegar á heildina er litið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×