Fótbolti

Stefán skoraði fyrir Lyn í tapleik

Einn leikur fór fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Stefán Gíslason og félagar í Lyn töpuðu 3-1 á útivelli fyrir Lilleström. Stefán skoraði mark gestanna á 29. mínútu og jafnaði þá metin í 1-1. Indriði Sigurðsson var einnig í liði Lyn í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×