Innlent

Framsókn tapar miklu í NA-kjördæmi

MYND/GVA

Fylgi Framsóknarflokksins hrynur í Norðausturkjördæmi en Vinstri - grænir og Sjálfstæðisflokkurinn auka fylgi sitt verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið.

Samkvæmt könnuninni missir Framsóknarflokkurinn tvo menn í kjördæminu frá síðustu þingkosningum, fer úr fjórum í tvo og þá minnkar fylgið úr 33 prósentum í 18.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í kjördæminu með liðlega 31 prósents fylgi og þrjá menn en bæði Samfylkingin og Vinstri - grænir mælast með um 22 prósent og fá báðir flokkar tvo menn. Aðrir flokkar ná ekki inn manni.

Könnunin tekur aðeins til kjördæmakjörinna manna en Vinstri - grænir fengu jöfnunarmann í síðustu kosningum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×