Innlent

Ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík suður kynnt í kvöld

Fimmti kosningafundur Stöðvar 2 hefst laust fyrir klukkan sjö í kvöld þegar oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavíkurkjördæmi suður takast á um stefnumál sín.

Hringferð Stöðvar 2 hófst í Stykkishólmi fyrir mánuði og nú er hringurinn um það bil að lokast. Fulltrúar sex framboða verða á fundinum í kvöld en framboðslistar frá Baráttusamtökunum, sjöunda stjórnmálaaflinu sem hyggst bjóða fram á landsvísu, liggja ekki enn fyrir.

Það verða því Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jónína Bjartmarz, Kolbrún Halldórsdóttir, Jón Magnússon og Ómar Ragnarsson sem eiga sviðið í kvöld.

Fundurinn fer fram í salarkynnum Orkuveituhússins og stendur yfir í klukkustund. Glæný skoðanakönnun um fylgi flokkanna verður kynnt í upphafi þáttarins ásamt nýrri könnun um afstöðu kjósenda í Reykjavík til flugvallarins í Vatnsmýri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×