Innlent

Ríkisstjórnin eykur þingmeirihluta sinn

Ríkisstjórnin heldur velli og stjórnarflokkarnir auka þingmeirihluta sinn, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. Saman fengju þeir 36 þingmenn, tveimur fleiri en í síðustu þingkosningum. Hvorki Frjálslyndir né Íslandshreyfingin næðu inn mönnum á þing, samkvæmt könnuninni.

Ríkisstjórnin er alls ekki að fara frá, miðað við könnun Fréttablaðsins í dag, því samkvæmt henni fengi stjórnin enn traustari grunn til að starfa á, eða samtals 36 þingmenn en í þingkosningunum fyrir fjórum árum fengu stjórnarflokkarnir samtals 34 þingmenn. Mikil breyting yrði hins vegar á stærðarhlutföllum flokkanna. Sjálfstæðisflokkur myndi bæta við sig sjö þingsætum, færi úr 22 upp í 29, meðan Framsóknarflokkur myndi tapa fimm þingsætum, færi úr tólf niður í sjö. Könnun Fréttablaðsins sýnir að aðeins fjórir flokkar ná inn mönnum á þing. Samfylkingin og Vinstri grænir mælast álíka stór, báðir flokkar með um tuttugu prósenta fylgi. Fréttablaðið gefur Samfylkingu 14 þingsæti, sem þýddi sex þingsæta tap, en Vinstri grænir fengju 13 þingsæti, sem yrði átta þingsæti viðbót. Frjálslyndi flokkurinn myndi hins vegar falla út af þingi, og missa alla sína fjóra þingmenn, en hann mælist með aðeins þriggja prósenta fylgi. Íslandshreyfingin myndi heldur ekki ná manni á þing en Fréttablaðið mælir hana með fjögur prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×