Fótbolti

Veigar var hetja Stabæk gegn Rosenborg

Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk Stabæk þegar liðið bar sigurorð af Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú í kvöld. Mörkin skoraði Veigar á 59. og 83. mínútu en Rosenborg hafði komist yfir í fyrri hálfleik. Þá unnu lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgarden góðan sigur á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni.

Veigar Páll spilaði allan leikinn í fremstu víglínu Stabæk og samkvæmt því sem segir á fréttavef Verdens Gang í Noregi var hann sífellt ógnandi og til vandræða í vörn Rosenborg.

Með sigrinum á Henrik Larson og félögum í Helsingborg í dag náði Djurgarden að komast á toppinn í Svíþjóð, hefur nú hlotið sex stig eftir þrjá leiki. Sölvi Geir Ottesen kom inn á hjá Djurgarden þegar stundarfjórðungur var eftir en Ólafur Ingi Skúlason sat á varamannabekk Helsingborg allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×