Innlent

Hlutu bæði rússneska kosningu í embætti

Landsfundi Sjálfstæðismanna lauk í dag með kosningum í miðstjórn flokksins og í embætti formanns og varaformanns. Bæði formaður og varaformaður flokksins fengu rússneska kosningu í embættin.

Andinn á landsfundi í dag einkenndist af því að stutt er til alþingiskosninga. Greinilegt var að þennan síðasta dag landsfundar var aðalatriðið að þjappa hópnum saman svo hann komi samstíga til kosninga. Það var lítið sem kom á óvart en mikil stemmning var í salnum þegar úrslit formannskosninga voru kunngerð.

Þá fór Geir með texta séra Hjálmars Jónssonar við lag Johny Cash, Walk the line, en Geir söng lagið á landsfundarhófinu í gærkvöldi við undirleik Baggalúts.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hlaut álíka kosningu og formaðurinn í embætti varaformanns.

Landsfundi lauk með ræðu formannsins sem sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og byggt upp traustan grunn. Hann sagði Ísland land tækifæranna þar sem fólk vildi búa og eyða sinni framtíð. Enn fremur sagði hann málefni flokksins góð og flokkinn ekki þurfa að grípa til ómálefnanlegrar umræðu málstaðnum til framdráttar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×