Innlent

Geir endurkjörinn formaður með um 96 prósentum atkvæða

MYND/GVA

Geir H. Haarde var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu. Hann hlaut 95,8 prósent atkvæða í formannskosningu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem er um það bil að ljúka.

Alls greiddu 946 manns atkvæði í kosningunni. Lýsti Sólveig Pétursdóttir hann réttkjörinn formann við dynjandi lófatak. Geir sagði kosninguna ómetanlegt veganesti inn í þau verkefni sem framundan væru. Hann óskaði nýkjörinni miðstjórn jafnframt til hamingju með kosninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×