Innlent

Kjartan fékk flest atkvæði í kjöri til miðstjórnar

MYND/GVA

Kjartan Gunnarsson flest atkvæði, eða 709, í kjöri til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í Laugardalshöll í dag. Kosið var um ellefu sæti af 29 í miðstjórnina á fundinum.

Auk Kjartans voru þau Eyrún Ingibjörg Magnúsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Vilhjálmur Vilhjálmssion, Elínbjörg Magnúsdóttir, Þórunn Jóna Hauksdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Erla Ósk Ásgeirsdóttir, Helga Þorbergsdóttir og Örvar Marteinsson kjörin í miðstjórn flokksins. Átta konur voru því kjörnar í miðstjórnina og þrír karlar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×