Innlent

Rannveig sjálfkjörin formaður framkvæmdastjórnar

MYND/Vilhelm

Rannveig Guðmundsdóttir, fráfarandi þingmaður, var í dag kjörin formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í Egilshöll. Hún var ein í framboði og því sjálfkjörin.

Rannveig, sem lauk 18 ára þingmennsku sinni nú á dögunum, tekur við af Gunnari Svavarssyni sem framkvæmdastjóri en segja má að hann fari í hina áttina því hann leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningar og situr væntanlega á þingi fyrir flokkinn næsta kjörtímabil.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×